Urður hlaut Íslenskuverðlaun unga fólksins

Eins og hefð er fyrir á degi íslenskrar tungu voru Íslenskuverðlaun unga fólksins afhent og að þessu sinni var það Urður Ása í 6.S sem hlaut verðlaunin.
Í tilnefningu Urðar til verðlaunanna segir:
Urður Ása hefur sýnt fram á mikla færni í íslensku, í máli og riti. Hún notar vandað málfar og orðaforða sem er á við fullorðna manneskju. Skilningur hennar er framúrskarandi og á hún auðvelt með að lesa á milli línanna, setja sig í spor annarra og útskýra fyrir öðrum. Hún kemur vel fram og á auðvelt með að nota málfar sitt í að rökstyðja mál sitt vel og vandlega auk þess sem hún notar fallega íslensku í samskiptum við samnemendur og starfsfólk skólans. Hún hefur mikinn metnað í að efla orðaforða sinn enn frekar og hvetur jafnframt vini og bekkjarfélaga til hins sama.
Við óskum Urði Ásu innilega til hamingju.