Laugarnesskóli hlýtur Regnbogavottun Reykjavíkurborgar

Laugarnesskóli hefur hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem hinseginvænn vinnustaður. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. Vottunin er hluti af því að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar.

Allar starfsstöðvar Reykjavíkurborgar geta óskað eftir að fá Regnbogavottun en Laugarnesskóli er fyrsti grunnskólinn í borginni sem hlýtur hana.

Hér má sjá nánari upplýsingar um regnbogavottun Reykjavíkurborgar.