Skip to content

Skóladagatal 2021-2022

Skóladagatal Laugarnesskóla fyrir skólaárið 2021-2022 hefur nú verið afgreitt og sent til samþykktar í Skóla- og frístundaráði.

Skóladagatalið telst ekki opinbert plagg og birtist ekki á þar til gerðum stað á heimasíðu skólans fyrr en ráðið hefur tekið dagatalið fyrir á fundi og samþykkt. Þótt það sé fáheyrt að skóladagatöl séu ekki samþykkt á þeim vettvangi mun skólinn samt sem áður fylgja verkferlum og birta dagatalið opinberlega þegar samþykki liggur fyrir.

Foreldrum og forráðamönnum til hægðarauka er hér afrit af dagatalinu eins og það var sent frá skólanum:

Afrit af Skoladagatal-2021-2022