Nemendur hitta ráðherra
Í samstarfi við LÁN – Listrænt ákall náttúrunnar – voru verk eftir nemendur úr nokkrum skólum í Reykjavík sett upp á sýningu í Grófarhúsi í Reykjavík.
Þar var m.a. að finna verk eftir nemendur úr 5. bekk LNSK.
Í framhaldinu var tveimur nemendum úr hverjum þessara skóla boðið að koma og hitta umhverfisráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson, og leggja fyrir hann eina spurningu um umhverfismál.
Frá Laugarnesskóla fóru þau Ólafur Ingi Ágústsson og Urður Ása Jónsdóttir.
Ráðherra svaraði spurningum krakkanna af mikilli raunsæi og hvatti þá til að láta má umhverfisins til sín taka.