Laugarnesskóli flaggar Grænfánanum á ný

Laugarnesskóla var afhentur Grænfáninn í sjötta sinn nú í morgun við hátíðlega athöfn.
Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir skóla sem sýna árangur í umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Grænfánaskóla má finna í 68 löndum víða um heim og eru skólar á Íslandi framarlega í nemendavæðingu verkefnisins.