Göngum hægt um gleðinnar dyr

Það var mikið fagnaðarefni þegar ný reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna heimsfaraldurs tóku gildi fyrir nokkrum dögum.
Við viljum þó biðla til foreldra og forráðamanna að virða áfram þá grundvallarreglu að koma aðeins inn í skólahúsnæðið ef nauðsyn krefur. Óskilamuni verður hægt að nálgast á miðvikudagsmorgnum í mars og eftir páskaleyfi munum við taka stöðuna og endurskoða ef tilefni er til.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að bjóða takmörkuðum fjölda gesta á palldagskrár sem framundan eru og munu umsjónarkennarar upplýsa nánar um það.