Skip to content

Munum sóttvarnir

Laugarnesskóli beinir þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að virtar séu reglur um aðgengi að skólahúsnæðinu.

Samkvæmt reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna sóttvarna er foreldrum og forráðamönnum óheimill aðgangur að skólanum nema brýna nauðsyn beri til, en þá er átt við ef skóli hefur haft samband og óskað eftir að foreldrar komi í skólann af einhverjum ástæðum.

Ef koma þarf fatnaði, nesti, sunddóti eða námsgögnum til nemenda eru foreldrar og forráðamenn beðnir að hringja í skiptiborð skólans í síma 411-7444 og þá mun starfsmaður koma að inngangi og aðstoða við að koma viðkomandi í hendur nemenda.