Matsalurinn stækkar

Nú þegar skólastarf er að færast aftur í sitt eðlilega horf gerast þau tíðindi að matsalur skólans stækkar. Rýmið sem áður hýsti tónmenntakennslu og æfingaaðstöðu fyrir Skólahljómsveit Austurbæjar er nú orðið að hluta matsalarins. Þannig rýmkar um matarskömmtunina þótt enn sé vissulega þröngt á þingi.
Skólahljómsveitin mun framvegis æfa í Laugalækjarskóla en tónmenntakennslan hefur verið færð í stofu á jarðhæð skólans sem áður hýsti tölvuver og kennslu erlendra nemenda.