Skip to content

Gleðilegt nýtt ár 2021

Við óskum ykkur gleðilegs árs og hlökkum til að hefja störf aftur.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudgainn 5. janúar. Það er með ánægju sem við getum tilkynnt að samkvæmt nýrri reglugerð um skólahald munu nú allir nemendur fá hádegismat í skólanum á hefðbundinn hátt. Einnig mun kennsla í listasmiðjum hefjast að nýju eins og skipulag skólaársins gerði ráð fyrir.