Skip to content

Jólaleyfi í Laugarnesskóla

Síðustu tveir dagar fyrir jólaleyfi eru skertir skóladagar í Laugarnesskóla.

Fimmtudaginn 17. desember lýkur skóla kl. 12:30. Nemendur sem eru skráðir í frístund fara þá beint þangað.

Ekki verður hægt að halda hefðbundna jólaskemmtun í ár en við gerum okkur glaðan dag á föstudag, 18. desember sem jafnframt er síðasti skóladagur fyrir jólaleyfi.

3. og 4. bekkir mæta í skólann kl. 8:30 á föstudag og eru í skólanum til 10:30.
Allir aðrir nemendur mæta í skólann kl. 11:00 og eru til kl. 13:00. Frístund tekur við nemendum úr 1. og 2. bekk þegar kennslu lýkur. Dalheimar opna á venjulegum tíma á föstudag fyrir nemendur í 3. og 4. bekk, eða kl. 13:40.

Kennsla að loknu jólaleyfi hefst svo þriðjudaginn 5. janúar.

Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar.