Skip to content

Er líða fer að jólum…

Nú er farið að styttast verulega í jólin. Desembermánuður hefst á morgun og fyrstu jólalögin voru tekin í morgunsöng í dag.

Búið er að setja upp piparkökuhús samkvæmt hefðinni og hinn svokallaði „jólagluggi“ var settur upp um helgina en hann hefur prýtt skólann á aðventunni í meira en hálfa öld.

Það lítur út fyrir að þessi jól verði að mörgu leyti óvenjuleg og það er ekki víst að hægt verði að halda í allar hefðir, en það er notalegt að skólinn klæði sig í jólabúninginn.