Skip to content

Skólahald nálgast eðlilegt horf

Frá og með fimmtudeginum 19. nóvember verður óskertur skóladagur hjá öllum nemendum Laugarnesskóla og nánast er kennt samkvæmt stundaskrá. Enn getum við ekki kennt listasmiðjur með þeim hætti sem var en vonandi breytist það í næsta þrepi afléttinga. Nánari upplýsingar um íþróttir og sund verða sendar foreldrum og forráðamönnum. Þá er enn ekki hægt að taka á móti nemendum í 5. og 6. bekk í matsal svo þessir árgangar koma með nesti.