Skip to content

Nemendur verðlaunaðir á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hefð er fyrir því að Laugarnesskóli tilnefni einn nemanda á yngsta stigi og annan á miðstigi til Íslenskuverðlaunanna. Að þessu sinni voru það þær Laufey Lilja Leifsdóttir í 4.K og Alma Júlía Hjaltadóttir í 6.L sem hlutu tilnefningarnar og verðlaunin.

Skólastjóri afhenti þeim viðurkenningarskjal og bókagjöf í tilefni af þessu en auðvitað vonumst við svo til að geta afhent verðlaunin aftur að viðstöddum öllum nemendum síðar á skólaárinu þegar aðstæður leyfa.

Við óskum Ölmu og Laufeyju innilega til hamingju með verðlaunin og hér má sjá þær ásamt umsjónarkennurnum sínum, Þórunni og Vilborgu, taka við verðlaununum úr hendi skólastjóra.