Skip to content

Baráttudagur gegn einelti

Árlegur baráttudagur gegn einelti var sl. sunnudag, 8. nóvember. Af því tilefni fékk Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur Vöndu Sigurgeirsdóttur, foreldri við Laugarnesskóla og einn okkar helsta sérfræðing þegar kemur að samskiptum og vináttufærni barna og ungmenna, til að gera fjögur fræðslumyndbönd. Í myndböndunum gefur hún starfsfólki leik- og grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva og einnig foreldrum góð ráð varðandi einelti.

Foreldramyndbandi má sjá hér og hvetjum við alla foreldra og forráðamenn til að horfa: