Skip to content

Sýndarveruleiki í Laugarnesskóla

Framundan er þemavinna um himingeiminn hjá nemendum í fjórða bekk. Kennarar eru að vinna að undirbúningi og hafa fengið lánaðan tæknibúnað til að auðga kennsluna. Skólastjóri fékk að prófa sýndarveruleikagleraugu sem nemendur munu nota en með þeim er hægt að skoða sólkerfið á talsvert meira sannfærandi hátt en að skoða myndir í bókum.

Hér sjáum við Sigríði Heiðu skólastjóra prófa sýndarveruleikagleraugun.