Skip to content

Breytt skipulag í Laugarnesskóla

Nú hefur ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi vegna Covid-19 verið sett og mun skólastarf í Laugarnesskóla raskast af þeim völdum. Reglugerðin gildir í tvær vikur en ef um framlengingu verður að ræða verður það tilkynnt sérstaklega.

Helstu breytingar eru þær að grímuskylda er í 5.-6. bekk og hjá starfsfólki, listasmiðjur falla niður og nemendur koma í skólann á mismunandi tímum og um mismunandi innganga eftir árgöngum og bekkjum.

Foreldrar og forráðamenn hafa fengið nánari upplýsingar um þetta í tölvupósti.