Hópefli og samskipti á miðstigi

Þessa dagana erum við að leggja áherslu á að byggja upp bekkjarbrag í fimmtu og sjöttu bekkjum. Við höfum meðal annars átt samstarf við félagsmiðstöðina Laugó sem hafa farið í hópeflisleiki með bekkina og verður þeirri vinnu haldið áfram fram eftir vetri.
Kennarar í sjötta bekk eru einnig að fá sérstaka fræðslu um hvernig megi byggja upp góðan bekkjaranda.
Við hvetjum bekkjarfulltrúa í fimmtu og sjöttu bekkjum til að leggja sín lóð á vogarskálarnar, þótt auðvitað séu takmörk fyrir því á þessum skrýtnu tímum hvernig bekkjarviðburði er hægt að skipuleggja.