Skip to content

Laugarnesskóli hlýtur styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Forritarar framtíðarinnar er verkefni sem er ætlað að styðja við og efla forritunarnám í íslenskum skólum. Laugarnesskóli hlaut fyrr á þessu ári styrk til kaupa á forritunarbúnaði. Keyptar voru Sphero-kúlur sem hægt er að forrita með smáforriti í spjaldtölvu og láta kúlurnar færast eftir fyrirfram ákveðinni braut á gólfinu.

Kúlurnar eru í notkun í listasmiðjum hjá sjötta bekk og hafa nemendur sýnt þessu mikinn áhuga.