Skip to content

Gera allir skólar svona?

Virpi Jokinen er móðir tveggja barna í Laugarnesskóla og hefur undanfarin ár reynst skólasamfélaginu vel á margan hátt. Í morgun stóð Virpi vaktina fyrir framan aðalinngang skólans þar sem hægt var að sækja óskilamuni. Á þessum síðustu og verstu tímum þegar foreldrar mega ekki koma inn fyrir dyr skólabygginga nema í ýtrustu nauðsyn verður víða erfitt um vik ef börn týna húfum eða sundpokum. Þá er um að gera að hugsa í lausnum og út fyrir kassann.