Skip to content

Hlaupahjólin öruggari í Laugarnesskóla

Í dag voru teknir í notkun tveir hlaupahjólastandar við aðalinngang Laugarnesskóla, sem um leið varð fyrsti grunnskólinn á Íslandi til að bjóða upp á slíka lausn fyrir nemendur sem vilja koma á hlaupahjóli í skólann.

Þarna er pláss fyrir 40 hlaupahjól og er hægt að læsa hjólunum við standinn. Ekki var að sjá annað en að nemendur og foreldrar væru ánægð með þessa nýjung.