Skólabyrjun í Laugarnesskóla 2020

Skólaárið 2020-2021 hefst mánudaginn 24. ágúst með skólasetningarathöfnum. Vegna aðstæðna verður að þessu sinni ekki hægt að bjóða foreldrum til skólasetningar.
Tímasetningar skólasetninga eru sem hér segir:
2. bekkur kl. 12:00
3. og 4. bekkur kl. 13:00
5. og 6. bekkur kl. 14:00
Nemendur mæta á sal skólans þar sem skólasetning fer fram og að henni lokinni fylgja umsjónarkennarar nemendum í stofur.
Nemendur í fyrsta bekk verða boðaðir í einstaklingsviðtöl ásamt foreldrum en þau fara fram mánudaginn 24. ágúst og þriðjudaginn 25. ágúst. Kennsla hefst hjá fyrsta bekk miðvikudaginn 26. ágúst.
Viðtalstímar, bekkjarlistar og skipulag fyrsta kennsludags verða send foreldrum 1. bekkjar nemenda í næstu viku.