Skip to content

Barnamenningarhátíð 2020

Laugarnesskóli átti sitt framlag á Barnamenningarhátíð 2020 sem hófst í maí og fór fram með breyttu sniði vegna Covid-19 eins og svo margt annað.

Nemendur í 3. og 4. bekk unnu skordýraverkefni á sýningunni Bráðnun jökla og lífbreytileiki sem var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 26. maí – 2. júní.

Nemendur í 5. bekk saumuðu út í Dúk móður jarðar og var það verk sýnt í Hafnarhúsinu.