Skip to content

Skóladagatal Laugarnesskóla 2020-2021

Skóladagatal Laugarnesskóla er nú tilbúið en rétt er að taka fram formsins vegna að Skóla- og frístundaráð borgarinnar samþykkir skóladagatöl ár hvert og teljast þau ekki opinber fyrr en það hefur verið gert.

Þegar samþykkið liggur fyrir verður skóladagatalið sett á sinn stað á vef skólans en foreldrum til hægðarauka má skoða skjalið hér:

Skoladagatal 2020-2021 

Til skýringar eru skipulagsdagar merktir með rauðu, frídagar eru ljósbláir, skertir dagar gulir og uppbrotsdagar appelsínugulir.

Á skertum dögum er viðvera nemenda skemmri en venjulega en á uppbrotsdögum er viðveran óbreytt þótt ekki sé kennt samkvæmt hefðbundinni stundaskrá.