Skip to content

Íþrótta- og útivistardagur á fimmtudag

Hinn árlegi íþrótta- og útivistardagur verður fimmtudaginn 4. júní samkvæmt hefð. Skipulagðar hafa verið ýmsar stöðvar á skólalóðinni og utan hennar og verða nemendur í sjöttu bekkjum kennurum til aðstoðar við að stýra leikjunum.

Hápunktur dagsins að margra mati er knattspyrnukeppni sjöttu bekkja og starfsfólks skólans. Að þeirri keppni lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur og lýkur skóla kl. 12:30.

Athugið að frístund er lokuð þennan dag svo nemendur fara heim þegar dagskránni lýkur.

Skólaárinu lýkur svo með Gullakistuviðtölum föstudaginn 5. júní. Útskrift 6. bekkja fer fram á sal skólans kl. 13:00 en vegna samkomutakmarkana verða ekki skólaslit eins og venja hefur verið.