Skip to content

Breytt skipulag vegna Covid-19

Ljóst er að skólastarf mun raskast heilmikið næstu daga og vikur. Skipulag vikunnar hefur verið sent til foreldra og forráðamanna og unnið er að því að ljúka skipulagi fram að páskaleyfi. Gert er ráð fyrir að upplýsingar um það berist foreldrum og forráðamönnum á morgun, fimmtudag.

Sem stendur eru nemendur í skólanum annan hvern dag. Mælst er til þess að þá daga sem nemendur eru heima komi þeir ekki á skólalóðina til að leika sér – að minnsta kosti ekki á skólatíma. Skipulagið sem skólinn vinnur eftir miðar að því að draga úr smiti og því hafa bekkir verið aðskildir. Gott er að foreldrar og forráðamenn hafi þetta einnig í huga utan skólatíma.