Öskudagur – skertur skóladagur

Á öskudaginn verður skólastarfið brotið upp eins og hefð er fyrir. Nemendur geta valið um fjölmargar stöðvar með skemmtilegum brag og hefst sú dagskrá eftir morgunsöng. Allir nemendur koma til umsjónarkennara í fyrsta tíma. Skóladeginum lýkur kl. 12:00 en þau börn sem eru skráð í Frístund ljúka deginum þar eins og venjulega.
Nemendum er frjálst að mæta grímubúningaklæddir í skólann á öskudag en það er ekki skylda.