Skip to content

Niður aldanna

Í morgun var palldagskrá hjá 1.L og svo skemmtilega vildi til að söngatriðið var með sama sniði og þegar Ágústa umsjónarkennari var hér nemandi fyrir, tja… nokkrum árum.

Afi og amma hennar Rögnu í 1.L komu að sjálfsögðu að fylgjast með dagskránni og sögðu frá því hve gaman þeim þótti að koma í gamla skólann sinn, en þau voru hér bæði nemendur um miðja síðustu öld.