Gul viðvörun – nemendur séu sóttir

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Samkvæmt skilaboðum frá Almannavörnum eru forráðamenn beðnir að sækja börn í 1.-6. bekk í lok skóla eða frístundastarfs í dag, fimmtudaginn 9. janúar. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt.