Sigurvegari myndbandasamkeppninnar

Í gær voru tilkynnt úrslit í myndbandasamkeppninni þar sem verkefnið var að búa til auglýsingu fyrir jólabókaklúbb bókasafnsins.
Þær Helga, Auður, Sigrún og Agnes í 3.S hlutu sérstök verðlaun sem „bjartasta vonin“ en þrátt fyrir ungan aldur sýndu þær tilþrif í kvikmyndagerðarlistinni.
Þriðja sætið hreppti Kristín Ásta í 5.N og í öðru sæti varð Lára Rún í 6.S.
Það voru svo þeir Jóhann Yngvi og Sveinn Mar í 6.L sem urðu hlutskarpastir og hlutu að launum bíómiða og bókaverðlaun.
Myndbandið þeirra má sjá hér: