Skip to content

Nemendur á faraldsfæti

Þessa vikuna er mikið um ýmiskonar vettvangsferðir hjá nemendum okkar.

Fimmtu bekkir heimsækja Árbæjarsafnið, þriðju bekkir fara í Hallgrímskirkju, fyrstu bekkir kynna sér Sólheimasafn og svo fara allir árgangar í Laugarneskirkju samkvæmt hefð.

Það má líka með sanni segja að það sé farin að myndast jólastemmning í skólanum, ekki síst þegar snjórinn hylur grund eins og í dag.