Skip to content

Desember er mánuður samveru

Í Laugarnesskóla hafa Umhverfisteymið og Réttindaráðið verið að skoða hvað við getum gert saman á aðventunni. Kærleikur er eitt af einkunnarorðum skólans og margar greinar í barnasáttmálanum tengjast fjölskyldunni, samveru og kærleika. Umræður voru um hvað væri gaman að gera saman sem vinir og fjölskylda.

Hér er hugmyndalisti yfir hluti sem fjölskyldur geta gert saman í desember:
.    Fjölskyldan geri góðverk saman
.    Fjölskyldan fer út að leika í snjónum saman
.    Fjölskyldan geri jólakort sem tengist 2. grein Barnasáttmálans: Jöfn en ekki eins
.    Bökunardagur: Baka fjölskylduna t.d. úr piparkökum eða sínu uppáhalds kökudegi
.    Tækjalaus/símalaus/rafmagnslaus dagur
.    Fjölskyldan spilar spil eða púslar, einnig er hægt að búa til kærleiksspil
.    Fara í ferðalag saman, gönguferð um hverfið eða miðbæinn og skoða ljósin
.    Leynivinaleikur fjölskyldunnar – vinadagur
.    Fara í heimsókn til ættingja
.    Spjall og knústími, vera sérstaklega góður við aðra
.    Búa til eitthvað úr verðlausu efni t.d. jólaskraut
.    Íþróttadagur fjölskyldunnar
.    Öll fjölskyldan fer út að tína rusl
.    Jákvæði dagurinn – þakklæti og hrós, kvartlaus dagur
.    Gefa smáfuglunum
.    Kynna sér önnur trúarbrögð