Gallerí Fugl

galleri fugl final MobileGallerí Fugl er nemendagallerí sem er staðsett í myndmenntastofunni.
Í Galleríið fara myndir nemenda sem eru á einhvern hátt vel lukkaðar.
Tímabilið núna desember – janúar eru verk frá 4 nemendum og fara skipti fram í hverri lotu.
Ingunn Anna í 5. S og Mikael í 5.L eiga svarthvítu myndirnar, þar sem nemendur voru að skoða víkingalist (þaðan kemur myndefnið)
einnig kynnast þau list Alfreðs Flóka (Línuteikning) og hans aðferðum sem þau nota í verkefninu.
Kristófer Daði í 3. K á Krummamyndina sem Kúa hópur 3ja bekkjar vinnur áður en farið er í að móta Krumma í leir.
Þorleifur í 4. S á Borgarlandsslagsmyndina, þar sem nemendur eru að skoða ljós og skugga og vinna með heitu litina.

Prenta | Netfang