Barnamenningarhátíð framundan

heimasNú styttist í Barnamenningarhátíð. Eins og áður verður öllum börnum í fjórðu bekkjum í Reykjavík boðið á opnunarviðburð hátíðarinnar sem fer fram þann 9. apríl í Hörpu. Óskað hefur verið samstarfs við skólana og börnin um verkefni líkt og áður hefur verið gert. Verkefnin að þessu sinni tengjast því að láta drauma sína rætast, í takt við heiti nýrrar menntastefnu borgarinnar: Látum draumana rætast.
Í dag komu þau Mikki og Begga og kynntu fyrir nemendum 4. bekkja hvernig maður getur látið drauma sína rætast. Þau voru með skemmtilega og lifandi kynningu sem nemendur hlýddu hrifnir á.

Prenta | Netfang

Konan og selshamurinn

Heimasida opera„Gamalt en glænýtt” er verkaröð Töfrahurðar þar sem gömul sagnahefð Íslands er færð í nýjan búning fyrir börn og unglinga. Tónskáld og textahöfundar koma saman og endurskapa þjóðsögurnar á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Barnaóperan Konan og selshamurinn var sýnd hér í skólanum í síðustu viku en það er ný barnaópera eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Ragnheiði Erlu Björnsdóttur. Verkið er byggt á íslensku þjóðsögunni um konuna og selshaminn og fjallar um togstreitu móður sem þarf að velja á milli „sjö barna á landi og sjö í sjó”.

Flytjendur eru Björk Níelsdóttir sópran, Pétur Oddbergur Heimisson baritón, Skólakór Kársness og Caput Ensemble. Leikstjóri er Helgi Grímur Hermannsson.

Þetta var afar vel heppnuð og skemmtileg sýning sem hélt nemendum vel við efnið.

Prenta | Netfang

Foreldraviðtöl á morgun 12. febrúar

foreldravitolÁ morgun 12.febrúar eru foreldraviðtöl í skólanum. Nemendur mæta til viðtals hjá umsjónarkennara með foreldrum/forráðamönnum, en engin kennsla er þann daginn. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 13. febrúar.

Prenta | Netfang

Jólaleyfi

Jólaleyfi er frá og með 21. desember. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 4. janúar 2019.

jolakvedjur2

Prenta | Netfang