Vor í lofti

file 1 MobileNú er vor í lofti og nemendur farnir að koma á hjólum og hlaupahjólum í skólann. Mikið vantar upp á að aðstaða til að geyma farartækin sé í lagi og því ákváðu nemendur skólans að senda Degi borgarstjóra bréf ásamt tillögum að úrbótum í þessum efnum, og þá sérstaklega varðandi hlaupahjólin. Bréfritarar lásu bréfið upp í morgunsöng og tillögunum var varpað upp á skjá svo allir gætu séð. Hér eru þau Óskar, Rakel og Reynir með bréfið og tillögurnar sem þau sendu borgarstjóra. 

Smellið á Lesa til að skoða bréfið og tillögurnar.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Umhverfisteymi í heimsókn hjá rauða krossinum

Rauði kross 6 Mobile afritÁ aðventunni óskuðu fulltrúar Umhverfisteymisins eftir því að nemendur og starfsfólk skólans söfnuðu fötum fyrir Rauða krossinn. Söfnunin tókst vel. Í kjölfarið kom upp sú hugmynd að fara í heimsókn í fataflokkun Rauða krossins og fá að sjá hvað verður um það sem safnast.
Miðvikudaginn 14. mars fóru fulltrúar Umhverfisteymis Laugarnesskóla í þessa heimsókn.
Þar var margt að sjá. Fræddust þeir um hvernig fötin eru flokkuð eftir gæðum og nýtingar möguleikum. Hlýjustu fötin voru send strax í janúar til Hvíta Rússlands og gladdi það fulltrúana að vita að fötin ættu sér framhaldslíf og héldu nú hita á börnum í öðru og enn kaldara landi.

 

 

 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Stormviðvörun

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og er því tilkynning 2 virkjuð.
Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólinn eru opinn, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.
Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngri.

Kennsla í íþróttahúsi 2 sem hefjast á kl.kl. 8:30 fellur niður. Nemendur mæti í stofur sínar í skólanum. 

Prenta | Netfang