Íslenskuverðlaun unga fólksins 2017

islenskuverdlaun 2017Sextíu og fimm nemendur í grunnskólum Reykjavíkur tóku í gær við Íslenskuverðlaunum unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík.Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er verndari Íslenskuverðlauna unga fólksins og afhenti hún þau við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Meðal verðlaunahafa eru ungir lestrarhestar, framúrskarandi upplesarar, tvítyngdir nemendur sem náð hafa góðum tökum á íslensku á skömmum tíma, sagnahöfundar og ljóðskáld. Íslenskuverðlaununum er ætlað að auka áhuga grunnskólanema í Reykjavík á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu í töluðu og rituðu máli. Allir grunnskólar í borginni geta tilnefnt nemendur eða nemendahópa, einn á hverju skólastigi. Verðlaunin voru að þessu sinni viðurkenningarskjal undirritað af frú Vigdísi, verndara verðlaunanna, og bókin Ljóðaúrval með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar í samantekt Böðvars Guðmundssonar. Verðlaunhafar fá einnig boð frá Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Vigdísarstofnun í móttöku í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, þriðjudaginn 5. desember kl. 17.

Að þessu sinni tilnefndi Laugarnesskóli tvo nemendur til verðlaunanna, þau Michal Pawel Usico nemanda í 6.N og Sögu Davíðsdóttur í 4. S. fyrir framúrskarandi árangur í íslenskunámi sínu. Á myndinni má sjá Sögu taka við sinni viðurkenningu úr hendi frú Vigdísar.

Prenta | Netfang

Réttindaráð fundar

rettindaradLaugarnesskóli hóf þátttöku í réttindaskólaverkefni UNICEF haustið 2016 en það snýst um að gera barnasáttmála sameinuðu þjóðanna að lykilplaggi í skólastarfinu og fræða nemendur og starfsfólk um réttindi barna. Stefnt var að því að skólinn fengi viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF í nóvember 2017. Fyrir skömmu komu fulltrúar UNICEF í skólann til að kanna hvort þeim markmiðum sem þarf til þess að fá viðurkenningu sem réttindaskóli hefði verið náð. Nemendur og starfsfólk stóðust prófið og verður skólanum formlega veitt viðurkenning sem réttindaskóli UNICEF mánudaginn 20. nóvember. Þar sem þá er undirbúningsdagur kennara og nemendur ekki í skólanum verður formleg athöfn í skólanum að bíða til þriðjudagsins 21. nóvember. Til að undirbúa athöfnina fundði réttindaráð skólans með skólastjóra og var myndin tekin við það tækifæri.

Prenta | Netfang

Líkami mannsins

Líffæri 1 MobileNemendur í 6. bekk hafa verið að læra um líkama mannsins. Í lokin bjuggu þeir til líffæri úr ýmsu efni og kynntu fyrir bekkjunum. Á föstudag komu svo nemendur í 1. bekk í heimsókn og fengu góða fræðslu um líkamann, en þeir eru einmitt að hefja vinnu við sama efni.

Lesa >>

Prenta | Netfang