Bleiki dagurinn

IMG 6047Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í bleika októbermánuðinum. Þennan dag hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Nemendur og starfsfólk lét ekki sitt eftir liggja og kom í bleiku í skólann í dag. Morgunsöngurinn bar þess glöggt merki. 

Prenta | Netfang

Foreldraviðtöl, vetrarleyfi og undirbúningsdagur kennara

Myndaniðurstaða fyrir school autumn breakMiðvikudaginn 17. október verða foreldraviðtöl í skólanum og mæta nemendur þá í viðtöl ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum. Dagana 18. - 22. október er vetrrfrí og skólinn því lokaður. Þriðjudaginn 23. október er undirbúningsdagur  og mæta nemendur því ekki þann dag.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. któber. Sjá nánar á https://laugarnesskoli.is/images/Skjalasafn/Skoladagatal/Afrit_af_Afrit_af_Skoladagatal-2018-2019_uppfaert_10.9._2.pdf 

Prenta | Netfang

Fyrirlestur á vegum foreldrafélagsins

Í kvforeldraöld, 10. október kl. 20:00 mun Foreldrafélag Laugarnesskóla standa fyrri fyrirlestri í samstarfi við foreldra úr skólanum sem ber heitið Síma-, samfélagsmiðla- og netnotkun barna.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir þær áskoranir sem foreldrar og börn eru að glíma við í tæknivæddum heimi. Fjallað verður um það helsta sem börn fást við á netinu og hvað beri að varast og hvernig megi gera netumhverfið öruggara fyrir börnin. Að auki verður farið yfir þau mál sem hafa komið upp innan og utan skólans.

Fundurinn verður haldinn í sal skólans. Foreldrafélagið hvetur alla foreldra til þess að mæta og taka þátt í samtali um hvernig stuðla megi að bættri netnotkun barna í skólanum okkar.

Prenta | Netfang

Foreldraviðtöl

Myndaniðurstaða fyrir parents kids teacheerForeldraviðtöl verða í skólanum 17. október. Foreldrar geta skráð sig í viðtal hjá umsjónarkennurum barna sinna í Mentor.

Prenta | Netfang