Fjölmenning og góð tengsl við nærsamfélagið

Í Laugarnesskóla fögnum við fjölbreytileika!

Fimmtudaginn 5. september verður boðið upp á fræðslufund fyrir foreldra í Laugarnesskóla, kl. 17-19 í sal skólans.

Fundurinn er ætlaður foreldrum í Laugarnesskóla. Boðið er upp á fræðslu og samræður um ýmislegt sem viðkemur fjölmenningu og hindrunum sem minnihlutahópar standa frammi fyrir. Rætt um leiðir til að auðvelda tengslamyndun og aðlögun að íslensku samfélagi og hvert hlutverk foreldra er í því.

Mikilvægt er fyrir ykkur að mæta á fundinn og er boðið upp á pössun fyrir börn á meðan fundurinn stendur. Verið hjartanlega velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur!

Prenta | Netfang

Skólasetning Laugarnesskóla 2019

Skólasetning Laugarnesskóla haustið 2019 verður fimmtudaginn 22. ágúst.

2. bekkur kl. 12:00

3. og 4. bekkir kl. 13:00

5. og 6. bekkir kl. 14:00

 

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal ásamt foreldrum/forráðamönnum 22. og 23. ágúst. Kennsla hjá 1. bekk hefst mánudaginn 26. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Prenta | Netfang

Siljuverðlaunahafar gefa verðlaunafé

20190605 144810 LargeNemendur í 6. S fóru í heimsók á Barnaspítalann og færðu spítalanum 25.000 króna peningagjöf, en það var verðlaunafé sem þau unnu í Siljunni, myndbandasamkeppni fyrir 5. - 7. bekk. 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Skrifstofa skólans lokuð 12.-18.júní

Want To Know What Personalized Learning Looks Like

Vegna námsferðar starfsfólks skólans verður skrifstofan lokuð dagana 12. til 18. júní 2019. 

Prenta | Netfang