Fyrsti skóladagur fyrstu bekkinga

IMG 6008 MobileÍ morgun hófu nemendur 1. bekkjar sinn fyrsta  skóladag. Þeir voru að sjálfsögðu þátttakendur í morgunsöngnum og lærðu hvernig maður hagar sé á þeim vettvangi. Margir könnuðust við lögin sem sungin voru og tóku undir af hjartans lyst.

Prenta | Netfang

Skólasetning 2018

Tengd mynd

Skólasetning haustið 2018 verður miðvikudaginn 22. ágúst. 

2. bekkur          kl. 12:00

3. og 4. bekkur kl. 13:00

5. og 6. bekkur kl. 14:00

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum 22. og 23. ágúst. Kennsla hjá 1. bekk hefst föstudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Prenta | Netfang

Sumarlokun

sumarSkrifstofa skólans verður lokuð frá 20. júní. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst og skólasetning verður 22. ágúst. Hægt er að skoða skóladagatalið hér eða í hlekk hér að neðan til vinstri. 

Prenta | Netfang

Viðhorfskönnun foreldra

Tengd myndViðhorfskönnun foreldra var lögð fyrir í febrúar og mars mánuði 2018. Framkvæmdin var í höndum skóla – og frístundasviðs Reykjavíkur. Úrtak sem var tekið úr hverjum skóla endurspeglar fjölda barna í árgangi og kynjadreifingu í skólanum. Aðeins ein könnun var send á hvert heimili. Fyrir hverja spurningu er reiknuð einkunn á bilinu 1 til 5 og er hærri einkunn alltaf jákvæðari niðurstaða. Einkunnin er lituð svo auðveldara sé að átta sig á niðurstöðunum í fljótu bragði. Grænn gefur til kynna einkunnina 4 eða hærra, gulur einkunnina 3 til 4 og rauður lægri en 3. Bakgrunnsgreyturnar eru skólastig og kyn. Til að tryggja að engin leið sé að rekja svör til einstakra þátttakenda birtast niðurstöðurnar ekki eftir bakgrunnsbreytum ef færri en 5 eru í hópi. Þá er hægt að skoða svör skólans í samanburði við Reykjavík í heild. Ef músinni er haldið fyrir ofan hverja súlu sést textinn allur, einkunn fyrir skólann og fyrir Reykjavík í heild. í  hlekknum hér að neðan er hægt að kynna sér niðurstöðurnar.

 https://qlikqap.reykjavik.is/single/?appid=8106c220-721a-45b2-8a1f-104906d8a490&sheet=84d57025-a08e-406a-8855-4bef2f6d5bad&bookmark=61521a11-01e0-4c88-a81e-4b87d85f4b3e&select=clearall&opt=noselections

Prenta | Netfang