Kór í morgunsöng

IMG 2443Tónlistarhefð í Laugarnesskóla á sér langa sögu. Við skólann hafa starfað þjóðþekktir tónlistarmenn og konur sem sett hafa sinn svip á skólastarfið. Morgunsönginn þarf vart að kynna en hann hefur verið við lýði frá 1956. Skólahljómsveit austurbæjar hefur starfsaðstöðu í skólanum og sækja nemendur tíma í hljóðfæraleik á skólatíma. Einnig eru starfandi tveir kórar og kom eldri kór á pall í morgun og söng fyrir viðstadda lag Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. 

Prenta | Netfang

Bleiki dagurinn

IMG 6047Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í bleika októbermánuðinum. Þennan dag hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Nemendur og starfsfólk lét ekki sitt eftir liggja og kom í bleiku í skólann í dag. Morgunsöngurinn bar þess glöggt merki. 

Prenta | Netfang

Foreldraviðtöl, vetrarleyfi og undirbúningsdagur kennara

Myndaniðurstaða fyrir school autumn breakMiðvikudaginn 17. október verða foreldraviðtöl í skólanum og mæta nemendur þá í viðtöl ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum. Dagana 18. - 22. október er vetrarfrí og skólinn því lokaður. Þriðjudaginn 23. október er undirbúningsdagur  og mæta nemendur því ekki þann dag.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. któber. Sjá nánar á https://laugarnesskoli.is/images/Skjalasafn/Skoladagatal/Afrit_af_Afrit_af_Skoladagatal-2018-2019_uppfaert_10.9._2.pdf 

Prenta | Netfang