Siljuverðlaunahafar gefa verðlaunafé

20190605 144810 LargeNemendur í 6. S fóru í heimsók á Barnaspítalann og færðu spítalanum 25.000 króna peningagjöf, en það var verðlaunafé sem þau unnu í Siljunni, myndbandasamkeppni fyrir 5. - 7. bekk. 

Lesa >>

Prenta | Netfang

Skrifstofa skólans lokuð 12.-18.júní

Want To Know What Personalized Learning Looks Like

Vegna námsferðar starfsfólks skólans verður skrifstofan lokuð dagana 12. til 18. júní 2019. 

Prenta | Netfang

Síðustu skóladagarnir

Fimmtudagurinn 6. júní er íþrótta- og útivistardgur skólans. Þá eru nemendur beðnir um að hafa með sér vatnsbrúsa í skólann þar sem stöðvavinna verður út um allar grundir og erfitt getur reynst að svala þorstanum ef ekkert vatn er meðferðis. Dagurinn er skertur dagur og honum lýkur með grillveislu í hádeginu. Eftir það fara allir nemendur heim. Athygli er vakin á því að engin starfsemi verður í Laugarseli eða Dalheimum vegna undirbúningsdags starfsfólksins. Engin gæsla verður því fyrir yngstu nemendur skólans eftir kl. 12:30.

Föstudagurinn 7. júní er svo Gullakistudagur en þá koma foreldrar með börnum sínum í skólann og fara yfir afrakstur vetrarins. Skólaslit verða kl 13:00 í hátíðarsal skólans þar sem sjöttu bekkinar eru kvaddir en þeir fara flestir  í 7. bekk í Laugalækjarskóla næsta vetur.

Starfsfólk skólans þakkar nemendum og foreldrum fyrir samstarfið á skólaárinu og óskar öllum ánægjulegs sumarleyfis.

Prenta | Netfang

Demantar Laugarnesskóla

demantarListaverk sem nemendur skólans gerðu til að endurspegla rétt barna til að vera þau sjálf og hið ólíka litróf okkar. Listaverkið er afrakstur vinnu okkar í þemanu að lifa í sátt við sjálfan sig og náttúruna. Vignir átti hugmyndina að verkinu og verkstýrði því og hann og Dagný sáu um að setja það saman og listaverkið var til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur en verður sett upp í matsal skólans. Hvetjum alla foreldra til að skoða það.

Prenta | Netfang